Menning

Fá hjörtun til að slá örar í Norðurljósum Hörpu

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Stirni Ensemble stendur fyrir reglulegu tónleikahaldi um þessar mundir.
Stirni Ensemble stendur fyrir reglulegu tónleikahaldi um þessar mundir. Mynd/Anna Karen Skúladóttir)

Stirni Ensemble lofar fjörugum tónleikum í Norðurljósum í Hörpu á morgun, 14. janúar. Þeir hefjast klukkan 17 og yfirskriftin er Ballöður fyrir brjálæðinga.

Efnisskráin er suðræn og seiðandi og til þess fallin að fá hjörtun til að slá örar og fá D-vítmín fyrir sálina, að sögn Hafdísar  Vigfúsdóttur, flautuleikara hljómsveitarinnar. „Meðal annars verða fluttar splunkunýjar útsetningar á sönglögum Turina og Piazzolla,“ upplýsir hún.

Aðrir í Stirni Ensemble eru Björk Níelsdóttir sópran, Grímur Helgason klarínettuleikari og Svanur Vilbergsson gítaristi. Hópurinn gerir út á óvenjulega samsetningu, fjölbreytni og flæði á tónleikum og pantar gjarnan ný tónverk eða útsetur, auk þess að leika standard verk. 
Flytjendur stunduðu allir nám í Hollandi á svipuðum tíma og starfa nú bæði heima og heiman.

Tónleikarnir falla undir hatt Sígildra sunnudaga í Hörpu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.