Innlent

Vegurinn milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar lokaður til morguns

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Appelsínugul viðvörun er fyrir Austfirði og Suðausturland hjá veðurstofunni og er þar spáð hvassri suðaustanátt með talsverðri rigningu.
Appelsínugul viðvörun er fyrir Austfirði og Suðausturland hjá veðurstofunni og er þar spáð hvassri suðaustanátt með talsverðri rigningu. Vegagerðin
Vegurinn á milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar er lokaður vegna vatnsskemmda og verður vegurinn lokaður til morguns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Appelsínugul viðvörun er fyrir Austfirði og Suðausturland hjá veðurstofunni og er þar spáð hvassri suðaustanátt með talsverðri rigningu. Búast megi við talsverðum vatnavöxtum í ám og lækjum sem gætu raskað samgöngum, einkum á svæðinu austan Öræfa.

Aðalvegir eru að mestu greiðfærir á Suður- og Vesturlandi en hálkublettir á öðrum leiðum.

Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum.

Víða er greiðfært á Norðurlandi en þó eru hálkublettir á nokkrum leiðum.

Á Austurlandi er víða greiðfært en þó eitthvað um hálkubletti. Mjög hvasst er á Fjarðarheiði og á Vatnsskarði eystra. Vegurinn á milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar er lokaður vegna vatnsskemmda og verður vegurinn lokaður til morguns. Mikið vatn er víða fyrir austan t.a.m. í Reyðarfirði og Norðfirði og getur vatn flætt yfir vegi og eru vegfarendur beðnir um að sýna sérstaka aðgát. Greiðfært er með suðurströndinni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×