Lífið

Fugl truflaði beina útsendingu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fuglinum leiddist þó og flaug í burtu skömmu eftir þetta.
Fuglinum leiddist þó og flaug í burtu skömmu eftir þetta. Mynd/skjáskot

Það getur ýmislegt farið úrskeiðis í beinum útsendingum og þá er eins gott að vera viðbúin.

Veðurfréttamaður KTVU-sjónvarpstöðvarinnar í San Francisco þurfti að vera að fljótur að hugsa í veðurfréttatíma stöðvarinnar í gær.

Var hann að fara yfir veðrið í San Francisco og var verið að sýna yfirlitsmynd af borginni. Svo virðist sem að fugl hafi komið sér vel fyrir á myndavélinni og var hann forvitinn um hana.

Birtist skyndilega risagoggur á skjánum og brá veðurfréttamanninum nokkuð. Hann var þó fljótur að ná sér á strik og aftur og grínaðist með að hann þyrfti að fá meiri tíma til þess að klára veðurfréttatíminn.

Myndband af þessu skondna atviki má sjá hér fyrir neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.