Fótbolti

Spartak í vanda: „Sjáið súkkulaði bráðna“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Quincy Promes spilar með Spartak Moskvu
Quincy Promes spilar með Spartak Moskvu vísir/getty

Rússneska félagið Spartak Moskva olli miklum óeirðum á Twitter í morgun þegar liðið tísti myndbandi af þeldökkum leikmönnum sínum á æfingu undir yfirskriftinni „sjáið hvernig súkkulaði bráðnar í sólinni.“

Tístið kom frá opinbera Twitteraðgangi Spartak og hefur athugasemdum rignt inn frá notendum Twitter um að félagið ætti að eyða tístinu og biðjast afsökunnar.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Spartak á undir högg að sækja varðandi kynþáttaníð, en Rhian Brewster, leikmaður unglingaliðs Liverpool, þurfti að hlíða á niðrandi ummæli í leik gegn Spartak fyrr í vetur. UEFA er enn með það mál undir rannsókn.

Orðræða sem þessi frá rússneskum félögum veit ekki á gott fyrir hvað koma skal á Heimsmeistarmótinu í Rússlandi næsta sumar.


 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.