Lífið

Ljósmyndari eyðileggur fjölskyldumynd með „færni“ í Photoshop

Þórdís Valsdóttir skrifar
Fjölskyldan er óþekkjanleg á myndunum.
Fjölskyldan er óþekkjanleg á myndunum. Facebook/Pam Dave Zaring

Pam Dave Zaring, bandarísk kona, deildi heldur betur hlægilegum fjölskyldumyndum á Facebook síðu sinni á dögunum. Hún hafði farið í myndatöku ásamt manni sínum, móður og tveimur börnum og ljósmyndarinn gerbreytti þeim öllum á myndunum með hjálp Photoshop.

„Þetta er EKKI brandari. Við borguðum ljósmyndara, sem sagðist vera fagmannlegur, 200 til 250 dollara fyrir fjölskyldumyndatöku. Þetta eru í alvöru myndirnar sem hún skilaði af sér,“ segir Zaring á síðu sinni. Allir í fjölskyldunni eru óþekkjanlegir að hundunum undanskildum.

„Hún sagði að skuggarnir væru ekki nógu góðir á þessum fallega, heiðskýra og sólríka degi og að kennarinn hennar hefði aldrei kennt henni að lagfæra myndir,“ segir Zaring og bendir á hið augljósa.

Sjáið myndirnar hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.