Handbolti

Ásgeir Örn: Fantasy var farið að eyðileggja fyrir mér að horfa á NFL

Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar
Ásgeir Örn í blíðunni i Split.
Ásgeir Örn í blíðunni i Split. vísir/ernir

Margir leikmanna íslenska liðsins eru miklir NFL-aðdáendur og þeir munu líklega vaka aðeins lengur en venjulega í kvöld enda frábærir leikir í boði í úrslitakeppninni í kvöld.

„Við tökum allavega fyrri leikinn. Ég er Patriots-maður og veit ekki hvort ég vaki í nótt,“ sagði Ásgeir Örn sposkur en hann er alveg líklegur til þess að kíkja aðeins á sína menn í nótt.

NFL-áhugamennirnir í hópnum hafa undanfarin ár spilað NFL Fantasy en Ásgeir ákvað að hætta því núna.

„Þetta var farið að eyðileggja fyrir mér að horfa á NFL. Ég slaufaði fantasy og hafði gaman af NFL í staðinn. Fór að horfa meira bara á Patriots-leikina í stað þess að horfa á redzone.“

Ásgeir spáði aðeins í úrslit helgarinnar en mundi ekki eftir einum leik og það gerði blaðamaður, sem á að heita NFL-sérfræðingur, ekki heldur. Það var samt að sjálfsögðu leikur Pittsburgh og Jacksonville.

Allir leikirnir um helgina verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.