Lífið

Eitt dýrasta hús landsins til sölu á 220 milljónir

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Húsið var byggt árið 1974 en tekið í gegn árið 2004.
Húsið var byggt árið 1974 en tekið í gegn árið 2004. Myndir/Lind Fasteignasala

Einbýlishús við Láland 1 í Fossvogi hefur verið sett á sölu. Ásett verð er 220 milljónir króna og hlýtur húsið því að teljast eitt það dýrasta á landinu.

Húsið er 502 fermetrar og byggt árið 1974, að því er fram kemur á fasteignavef Vísis, en var tekið í gegn og endurnýjað árið 2004. Húsið er allt hið glæsilegasta en innréttingar eru sérsmíðaðar, arinn er í stofu, skjólgarður er í kringum húsið og heitur pottur í garðinum svo fátt eitt sé nefnt.

Húsið skiptist í sjö svefnherbergi auk skrifstofuherbergis, fjögur baðherbergi og þrjár stofur. Þá fylgir kaupunum 62 fermetra aukaíbúð með sérinngangi á neðri hæð.

Myndir af húsinu má sjá hér að neðan.

Húsið er heilir 502 fermetrar. Mynd/Lind fasteignasala
Tvær verandir eru við húsið, að því er fram kemur á fasteignavef Vísis. Mynd/Lind fasteignasala
Gott skápapláss er í svefnherbergjum. Mynd/Lind fasteignasala
Sérsmíðaðar innréttingar eru í eldhúsinu. Mynd/Lind fasteignasala
Hér má sjá eitt fjögurra baðherbergja. Mynd/Lind fasteignasala
Arinninn tekur sig vel út í stofunni. Mynd/Lind fasteignasala


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.