Handbolti

Arnór Þór: Ég var ekki að fara að taka treyjuna af Sverre

Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar
Arnór í nýju númerinu. Fjölskyldunúmerinu.
Arnór í nýju númerinu. Fjölskyldunúmerinu. vísir/ernir

Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson fór á kostum í fyrsta leik EM fyrir framan foreldra sína sem eru mætt í fyrsta sinn til þess að horfa á hann á stórmóti.

„Það er gaman að sjá þau upp í stúku og svo eftir leikinn. Þau voru mjög ánægð með þetta og núna höldum við bara áfram,“ segir Arnór Þór en talað er um að foreldrar hans færi liðinu gæfu. „Vonandi. Við sjáum til.“

Arnór Þór spilar nú með nýtt númer á bakinu. Hann er kominn í treyju númer 17 sem er sama númer og bróðir hans, Aron Einar, notar í fótboltalandsliðinu.

„Ég var alltaf númer 17 hjá Þór og svo hjá Vali. Ég fékk ekki 17 í landsliðinu því Sverre var í þeirri treyju og ég var ekkert að fara að taka hana af honum.


Tengdar fréttir

Duvnjak úr leik hjá Króötum

Einn sterkasti leikmaður Króata, Domagoj Duvnjak, meiddist í leik liðsins við Serbíu í gærkvöld og er tvísýnt um þáttöku hans í þeim leikjum sem eftir eru á Evrópumótinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.