Atletico heldur í við Börsunga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gameiro fagnar marki sínu í dag.
Gameiro fagnar marki sínu í dag. Vísir/Getty
Atletico Madrid minnkaði forystu Barcelona á toppi spænsku 1. deildarinnar í sex stig með 1-0 sigri á Eibar í kvöld.

Kevin Gameiro skoraði eina mark leiksins á 27. mínútu en Diego Simeone gerði í dag tíu breytingar á byrjunarliði sínu frá 3-0 sigri Atletico á Lleida í spænsku bikarkeppninni á þriðjudag.

Diego Costa var ekki í leikmannahópi Atletico í dag enda fékk hann að líta rauða spjaldið í fyrsta leik sínum með liðinu, gegn Getafe um síðustu helgi.

Eibar hafði þar til í dag leikið sjö leiki í röð í spænsku deildinni án þess að tapa og unnið sex þeirra. Liðið er í sjöunda sætinu með 27 stig.

Barcelona getur endurheimt níu stiga forystu á toppnum með sigri á Real Sociedad annað kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira