Körfubolti

Martin með stórleik | Tryggvi fékk tækifæri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. Vísir/Anton

Stórleikur Martins Hermanssonar dugði ekki til þegar Cholet tapaði fyrir Le Mans, 90-84, í frönsku 1. deildinni í kvöld. Martin skoraði 29 stig.

Martin var sjóðheitur, vægast sagt. Hann nýtti skotin sýn frábærlega - tíu af þrettán innan þriggja stiga línunnar og tvö af þremur utan hennar.

Landsliðsmaðurinn bætti persónulegt met í stigaskori á tímabilinu en hann hafði fyrir leikinn í kvöld aðeins einu sinni skorað meira en 20 stig í leik.

Martin var aðeins hvíldur í 25 sekúndur í leiknum í kvöld en hann var með 30 framlagspunkta, það mesta í hans liði í kvöld.

Haukur Helgi Pálsson skoraði fjögur stig fyrir Cholet sem vann Pau Lacq Orthez í kvöld, 78-70.

Cholet, Reims og Orthez eru öll um miðja deild en Le Mans er í toppbaráttu hennar.

Það var einnig spilað á Spáni í kvöld og fékk Tryggvi Snær Hlinason dýrmætar mínútur í sigri í stórsigri Valencia á Zaragoza, 103-58.

Tryggvi Snær bætti persónulegt met í kvöld er hann spilaði í tæpar sjö mínútur og skoraði þrjú stig. Hann nýtti eina skotið sitt í opnu spili og annað vítaskota sinna. Þá tók hann tvö fráköst - eitt í vörn og eitt í sókn.

Valencia er í fjórða sæti spænsku 1. deildarinnar með tíu sigra. Real Madrid er á toppnum með fjórtán sigra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.