Fótbolti

Andri Rúnar byrjar aftur │ Felix í byrjunarliði í fyrsta sinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Byrjunarlið Íslands
Byrjunarlið Íslands mynd/KSÍ

Andri Rúnar Bjarnason verður í fremstu víglínu í íslenska landsliðinu þegar liðið mætir Indónesíu í vináttulandsleik í dag. Leikurinn hefst klukkan 12:00 og er í beinni textalýsingu á Vísi. 

Með Andra Rúnari í framlínunni verður Kristján Flóki Finnbogason. Þetta er fjórði landsleikur Kristjáns Flóka og í annað skipti sem hann er í byrjunarliði.

Á miðjunni eru þeir Aron Sigurðarson, Arnór Smárason, Ólafur Ingi Skúlason sem jafnframt er fyrirliði og Arnór Ingvi Traustason. 

Felix Örn Friðriksson er í byrjunarliðinu í fyrsta sinn, en hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik í fyrri leik liðanna á dögunum líkt og Andri Rúnar. Með honum í vörninni eru Hólmar Örn Eyjólfsson, Jón Gunnar Fjóluson og Samúel Kári Friðjónsson.

Rúnar Alex Rúnarsson stendur í markinu.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.