Golf

Thomas hélt sinn tími væri kominn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Svona litu skilaboðin út sem send voru í síma fólks
Svona litu skilaboðin út sem send voru í síma fólks mynd/bbc
Margir af bestu golfurum heims voru farnir að búa sig undir endalokin þegar viðvörun vegna flugskeytis sem var sent út á alla stadda á Hawaii.

Nú stendur yfir keppni á Hawaii Open mótinu sem er hluti af PGA mótaröðinni í golfi. Í nótt gerðust þau mistök að viðörunarskilaboð voru send í alla farsíma á Hawaii og fólk sagt að leita sér skjóls þar sem flugskeyti væri á leiðinni á eyjuna. Það tók yfirvöld 38 mínútur að leiðrétta mistökin og láta fólk vita að það væri ekki í lífshættu.

Justin Thomas, kylfingurinn sem situr í fjórða sæti heimslistans í golfi, tók skilaboðunum þó með meira jafnaðargeði en margir.

„Ég sat í sófanum, opnaði rennihurðina, horfði á sjónvarpið og hlustaði á tónlist,“ sagði hinn 24 ára Thomas við BBC.

„Ég hugsaði bara að það er ekkert sem ég get gert, ef minn tími er kominn þá er hann kominn,“ sagði Thomas en hann á titil að verja á mótinu.

Hann sagðist hafa verið hræddur í þrjár, fjórar mínútur en svo hafi jafnaðargeðið tekið við.

Það voru hins vegar ekki allir sem tóku fréttunum eins vel og reiddust margir þessum mistökum.



 

 

 

 





 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×