Enski boltinn

Lambert ráðinn til Stoke

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Paul Lambert er tekinn við Stoke
Paul Lambert er tekinn við Stoke vísir/getty
Stoke City hefur ráðið Paul Lambert sem nýjan knattspyrnustjóra félagsins.

Mark Hughes var látinn fara í byrjun janúar eftir slæmt gengi liðsins. Erfiðlega hefur gengið að fá nýjan knattspyrnustjóra, en Stoke reyndi bæði við Martin O'Neill, landsliðsþjálfara Írlands, og Quique Sanchez Flores, stjóra Espanyol.

Lambert mun taka við á morgun, en Stoke mætir Manchester United í kvöld.

Lambert er 48 ára Skoti sem hefur komið víða við, en hann þjálfaði meðal annars Norwich, Aston Villa og Blackburn og nú síðast Wolverhamton Wanderers.

Stoke er í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni, en getur komist þaðan með sigri á United í kvöld.










Tengdar fréttir

Flores hættur við að taka við Stoke

Stoke er án knattspyrnustjóra eftir að Mark Hughes var rekinn frá félaginu fyrr í janúar. Forráðamenn Stoke héldu að þeir væru komnir með arftaka hans í Quique Sanchez Flores, en hann skipti um skoðunn og er ekki á leiðinni til Englands.

Hughes rekinn eftir tapið gegn Coventry

Stoke sendi frá sér tilkynningu í kvöld þar sem fram kemur að Mark Hughes hafi verið sagt upp störfum sem knattspynrstjóri félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×