Enski boltinn

Mourinho um Sanchez: Frábært ef hann kemur

Mourinho á hliðarlínunni í kvöld.
Mourinho á hliðarlínunni í kvöld. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að engar nýjar fréttir séu af Alexis Sanhcez. Hann sé enn leikmaður Arsenal.

„Stoke kom með leikmenn sem spiluðu fótbolta, þeir voru ekki hræddir við að spila og ollu okkur vandræðum í fyrri hálfleik,” sagði Mourinho í samtali við BBC.

„Ég horfði ekki á Liverpool vinna Manchester City, það skiptir engu máli. Fjarlægðin er mikilvæg vegalengd.”

Mikið hefur verið rætt og ritað um möguleg félagsskipti Alexis Sanchez, en fyrr í kvöld var sagt frá því að City hafði hætt við að kaupa framherjann.

„Ég hef ekki hugmynd,” sagði Mourinho þegar kastljósinu var beint að mögulegum félagsskiptum Sanchez. „Örugglega eru fleiri félög áhugasöm.”

„Engar fréttir um Sanchez. Hann er leikmaður Arsenal, ef hann verður áfram hjá þeim þá er það frábært fyrir þá, ef hann kemur til okkar er það frábært fyrir okkur og ef hann fer þá er það frábært fyrir það lið,” sagði hnyttinn Mourinho að lokum.


Tengdar fréttir

Wenger: Framtíð Alexis Sanchez ræðst á næstu 48 klukkutímum

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var ekki með Alexis Sanchez í leikmannahópi sínum í gær þegar Arsenal tapaði á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni en franski stjórinn segir að framtíð leikmansins ráðist í dag eða á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×