Fótbolti

Carlos Tevez: Ég var í fríi í Kína í sjö mánuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez.
Carlos Tevez. Vísir/Getty
Líklega hefur enginn knattspyrnumaður fengið betur borgað en Argentínumaðurinn Carlos Tevez í Kína á síðasta ári.

Tevez gerði risasamning við kínverska liðið Shanghai Shenhua þar sem talið var að árslaun hans væru 41 milljón dollara eða 4,2 milljarðar íslenskra króna.

Tevez skoraði 4 mörk í 16 leikjum en fékk á sig mikla gagnrýni fyrir að vera of þungur og í engu formi.







Tevez er nú kominn aftur heim til Argentínu og mun spila með liði Boca Juniors. Tevez grínaðist með tímann í Kína í samtali við argentínska fjölmiðla.

„Þetta var í góðu lagi. Ég var í fríi í sjö mánuði,“ sagði Carlos Tevez en það er gott að fá ellefu milljónir í laun á hverjum degi í fríinu sínu.





Diego Maradona sló líka á sína léttu strengi þegar hann var spurður út í Tevez. „Tevez fyllti jólasveinapokann sinn af dollurum og nú er hann kominn til baka,“ sagði Maradona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×