Handbolti

Rúnar: Vorum ekki með svörin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rúnar Kárason skoraði 3 mörk í leiknum í dag
Rúnar Kárason skoraði 3 mörk í leiknum í dag vísir/epa
„Svekkjandi að við skyldum ekki gera betur. Vorum með leikinn í höndunum, fjórum mörkum yfir, og förum mjög illa að ráði okkar,“ sagði Rúnar Kárason í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leik Íslands og Serbíu á EM í handbolta.

„Svo í lokin gerum við ennþá verr, ég þá sérstaklega. Ógeðslega svekkjandi.“

Ísland var með fjögurra marka forystu í seinni hálfleik en tapaði henni niður og endaði á því að tapa leiknum með þremur mörkum.

„Við vorum bara ekki með svörin við því sem þeir voru að gera. Mér fannst við aldrei ná að stýra hraðanum á þessum leik, vorum hægir í sókninni og á þeirra tempói bara.“

„Við náðum ekki að halda dampinum og náðum ekki að kalla það fram í dag,“ sagði Rúnar Kárason.

Ísland þarf að treysta á sigur Króatíu gegn Svíum til þess að komast áfram í mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×