Enski boltinn

Wenger sagði Dean vera til skammar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Wenger og Dean ræða málin í umræddum leik
Wenger og Dean ræða málin í umræddum leik vísir/getty
Arsene Wenger sagði Mike Dean vera smán á dómarastéttina eftir jafntefli Arsenal og West Bromwich Albion á gamlársdag.

Wenger var mjög ósáttur með þá ákvörðun Dean að dæma vítaspyrnu á 89. mínútu leiksins, sem West Brom jafnaði úr.

Hann elti dómara leiksins að dómaraherberginu á The Hawthorns, en var ekki hleypt inn. Hann náði þó að eiga í orðaskiptum við Dean eins og fram kemur í skýrslu sem enska knattspyrnusambandið gaf út í dag.

„Hann var mjög ýtinn og kallaði mig óheiðarlegan nokkrum sinnum. Ég spurði hvort hann væri að kalla mig svikara og hann svaraði því að hann stæði við orð sín, ég væri óheiðarlegur,“ sagði Dean í skýrslunni.

„Hann sagði svo: „Þú hefur oft gert okkur þetta áður. Þú átt að vera atvinnumaður, en þú ert til skammar.““

Wenger hefur nú þegar sætt þriggja leikja bann vegna hegðunar sinnar og var gert að greiða 40 þúsund pund í sekt.


Tengdar fréttir

Wenger: Dómarinn sá ekki atvikið

Arsene Wenger segir Mike Dean, dómara leiks Arsenal og WBA í ensku úrvalsdeildinni í dag, ekki hafa séð atvikið sem hann dæmdi vítaspyrnu á undir lok leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×