Erlent

Frostið svo mikið að augnhárin frjósa

Þórdís Valsdóttir skrifar
Þessar ungu stelpur létu frostið ekki stöðva sig og fóru út fyrir hússins dyr. Frostið reyndist svo mikið að augnhárin frusu.
Þessar ungu stelpur létu frostið ekki stöðva sig og fóru út fyrir hússins dyr. Frostið reyndist svo mikið að augnhárin frusu. vísir/afp
Mikið frost er í Yakutsk héraðinu í Síberíu um þessar mundir og frost mældist 67 gráður um helgina. Í vikunni hefur skóla verið aflýst á mörgum stöðum í héraðinu og lögregluyfirvöld hafa hvatt foreldra til þess að halda börnum sínum heima. 

Tveir menn létust úr kulda um helgina eftir bíll þeirra bilaði og þeir reyndu að ganga að nærliggjandi sveitabæ til þess að leita sér aðstoðar. Þrír aðrir menn sem voru með þeim lifðu kuldann af því þeir voru betur klæddir að sögn lögregluyfirvalda á svæðinu

Íbúar héraðsins eru um milljón talsins og eru nokkuð vön köldu veðri og er meðalhiti í janúarmánuði í borginni Yakutsk mínus 40 gráður. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×