Enski boltinn

Jón Daði skipti um lit í hálfleik en hélt samt áfram að skora

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson skoraði síðasta markið sitt í appelsínugulum búningi.
Jón Daði Böðvarsson skoraði síðasta markið sitt í appelsínugulum búningi. Vísir/Getty
Íslenski landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson þurfti að skipta um keppnistreyju í hálfleik en það kom ekki í veg fyrir að hann innsiglaði þrennuna í seinni hálfleiknum.

Leikmenn skora ekki þrennu í ensku bikarkeppninni á hverjum degi og hvað þá að skora ekki öll þrjú mörkin sín í sama lit af treyju.

Það afrekaði hinsvegar íslenski landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson í bikarleik Reading og Stevenage í gærkvöldi.

Leikmenn Reading þurftu að skipta um treyju í hálfleik þar sem keppnistreyjur liðanna þóttu of líkar. Jón Daði var kominn með tvö mörk í hálfleik.







Jón Daði og félagar hans fóru í appelsínugult í hálfleik en það stoppaði ekki Jón Daði að innsigla fyrstu þrennuna sína í enska boltanum.







Jón Daði var valinn maður leiksins og fékk bæði flösku og að eiga boltann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×