Fótbolti

Hólmbert: Þjálfarinn var ólmur í að fá mig

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hólmbert Aron Friðjónsson gekk í gær frá þriggja ára samning við norska B-deildarliðið Álasund.

Stjörnumaðurinn var eftirsóttur af nokkrum erlendum félögum og virtist aðeins tímaspursmál hvenær hann færi á vit ævintýranna í atvinnumennskunni. Hvað kom til þess að hann valdi Álasund?

„Númer eitt, tvö og þrjú var þjálfarinn. Hvað hann var ólmur í að fá mig og hafði mikla trú á mér,“ sagði Hólmbert í viðtali í Akraborginni.

Þjálfarinn, Lars Bohinen var sá sem fékk Hólbert til sín til Sandefjord á sínum tíma og þekkjast þeir því vel.

Hann vildi ekki samþykkja að það væri skref niður á við að fara í B-deildina í Noregi og félagið ætti ekki heima í þeirri deild.

Það eru fyrir þrír Íslendingar hjá Álasund, Aron Elís Þrándarson, Adam Örn Arnarson og Daníel Leó Grétarsson

„Ég talaði við þá um klúbbinn, þeir sögðu að aðstæðurnar væru frábærar, eins og þær eru. Ég var að fýla þetta og ákvað bara að slá til.“

Viðtal Hjartar við Hólmbert má heyra í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×