Erlent

Eftirlitsmyndavélar settar upp í skólastofum í Delí

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Í september var ungur strákur skorinn á háls inn á salernisaðstöðu í grunnskóla.
Í september var ungur strákur skorinn á háls inn á salernisaðstöðu í grunnskóla. Vísir/AFP
Foreldrar í Delí á Indlandi munu innan skamms tíma geta horft á börn sín í kennslustofum í rauntíma í gegnum smáforrit í síma sínum.

Í tilkynningu frá Arvind Kejriwal, ráðherra héraðsins, kemur fram að eftirlitsmyndavélar verða settar upp í öllum ríkisreknum skólum innan þriggja mánaða. Segist hann vona að þetta komi til með að auka öryggi nemenda ásamt því að gera skólana ábyrgari og gagnsærri þegar eitthvað kemur upp á.

Í september á síðasta ári var ungur strákur skorinn á háls inn á salernisaðstöðu í grunnskóla á svæðinu. Nokkrum dögum síðar var fimm ára stelpu nauðgað í grunnskólanum sínum austur af Nýju-Delí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×