Viðskipti innlent

Ofurvélmenni á bás Origo á UT messunni

Samúel Karl Ólason skrifar
Á Origo básnum verða ofurvélmennið Titan, gervigreindi markvörðurinn Robokeeper, krúttvélmennið Pepper, hátæknilegi barþjónninn Kuka og 360° sýndarveruleiki ásamt fleiri framtíðargræjum.
Á Origo básnum verða ofurvélmennið Titan, gervigreindi markvörðurinn Robokeeper, krúttvélmennið Pepper, hátæknilegi barþjónninn Kuka og 360° sýndarveruleiki ásamt fleiri framtíðargræjum.
Ýmis vélmenni og gervigreindi markvörðurinn Robokeeper verða áberandi á Origo básnum á UT messuni sem haldin verður í Hörpu 2. og 3. febrúar næstkomandi.

Á Origo básnum verða ofurvélmennið Titan, gervigreindi markvörðurinn Robokeeper, krúttvélmennið Pepper, hátæknilegi barþjónninn Kuka og 360° sýndarveruleiki ásamt fleiri framtíðargræjum.

Titan er risavélmenni sem er um 2,5 metrar á hæð. Robokeeper mun standa á milli stanganna í markinu á UT messunni en þar gefst gestum og gangandi tækifæri á að reyna sig á móti þessu magnaða tæki. Um er að ræða hátæknilega markvörslu sem hefur fengið að keppa við sjálfa Lionel Messi og Neymar með ótrúlegum árangri.

Krúttvélmennið Pepper mun einnig heilsa upp á fólkið á Origo básnum. Pepper er bráðgáfað vélmenni sem býr yfir þeim eiginleika að geta greint raddir og svipbrigði. Þjarkurinn Kuka er hátæknilegur barþjónn sem mun blanda kokteila ofan í þyrsta ráðstefnugesti á föstudeginum 2. febrúar. Á laugardeginum mun Kuka skipta um ham og sýna listræna hæfileika sína og teikna myndir af gestum.

Meðfylgjandi eru stutt myndbönd sem sýna vélmennin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×