Íslenski boltinn

Helena í mark Íslandsmeistaranna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Við undirritunina í gær
Við undirritunina í gær mynd/þór/ka

Helena Jónsdóttir verður markvörður Íslandsmeistara Þór/KA á næsta tímabili í stað Bryndísar Láru Hrafnkelsdóttur sem lagði hanskana á hilluna fyrr í vetur. Félagið greindi frá þessu í gærkvöld.

Helena er 23 ára og uppalinn Akureyringur, hún spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki með Þór/KA. Hún hefur einnig leikið með Fjölni, Völsungi og Hömrunum.

Við sama tilefni fengu Íslandsmeistararnir einnig til sín miðjumanninn Heiðu Ragney Viðarsdóttur sem er 21 árs gömul og er að snúa aftur til Akureyrar eftir nám í Bandaríkjunum.

Þá framlengdu Lára Einarsdóttir og Hulda Ósk Jónsdóttir samninga sína við félagið, en allir fjórir leikmenn skrifuðu undir til tveggja ára.


Tengdar fréttir

Úr marki meistaranna yfir í spjótkastið

Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir hefur sett takkaskóna ofan í skúffu og ætlar að snúa sér að spjótkasti sem hún æfði á yngri árum. Íslandsmeistarinn segir að tímapunkturinn sé réttur og ákvörðunin hafi ekkert með landsliðsvalið að gera.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.