Erlent

Átta flóttamenn drukknuðu við strendur Líbýu

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Flóttamönnum bjargað úr sjávarháska á Miðjarðarhafi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Flóttamönnum bjargað úr sjávarháska á Miðjarðarhafi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Nordicphotos/AFP
Ítalska landhelgisgæslan hefur staðfest að átta flóttamenn séu látnir eftir að gúmmíbátur lenti í vandræðum undan ströndum Líbýu. Landhelgisgæslunni tókst að bjarga 84 flóttamönnum úr hremmingunum en atvikið átti sér stað fyrr í dag. Reuters greinir frá

Eftirlitsflugvél kom auga á flóttamennina og tilkynnti landhelgisgæslunni um málið sem fór í kjölfarið á vettvang.

Ítalska landhelgisgæslan hefur bjargað þúsundum flóttamanna sem reynt hafa að flýja yfir Miðjarðarhafið undanfarin ár. Fjöldi fólks hefur týnt lífi á flóttanum en á síðasta ári drukknuðu rúmlega 3000 flóttamenn sem reyndu að komast sjóleiðina til Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×