Íslenski boltinn

Aron samdi við Grindavík til þriggja ára

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Aron við undirskrift í Grindavík í dag ásamt Jónasi Karli og Óla Stefáni.
Aron við undirskrift í Grindavík í dag ásamt Jónasi Karli og Óla Stefáni. Mynd/aðsend

Grindavík sendi frá sér tilkynningu í kvöld þar sem tilkynnt var að Aron Jóhannsson hefði skrifað undir þriggja ára samning hjá félaginu.

Kemur hann til liðs við Grindavík frá Haukum í Inkasso-deildinni en hann lék 21 leiki í Inkasso á síðasta tímabili og skoraði í þeim þrjú mörk. Þá lék hann tvo leiki í Borgunarbikarnum.

Aron á að baki einn leik í Pepsi-deildinni með Haukum árið 2010 en hann hefur verið í stóru hlutverki undanfarin ár hjá Haukum.

Er hann annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við Grindavík fyrir næsta tímabil en Jóhann Helgi Hannesson hefur þegar skrifað undir en hann kom frá Þór frá Akureyri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.