Íslenski boltinn

Stjarnan ræður tvo nýja aðstoðarþjálfara

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jón Þór Hauksson á hliðarlínunni hjá ÍA.
Jón Þór Hauksson á hliðarlínunni hjá ÍA. vísir/vilhelm

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, fékk tvo nýja aðstoðarmenn í dag er þeir Jón Þór Hauksson og Veigar Páll Gunnarsson sömdu við félagið til tveggja ára.

Veigar Páll er því kominn aftur heim en hann lauk síðasta tímabili með Víkingi. Hans knattspyrnuferli virðist þar af leiðandi vera lokið.

Jón Þór Hauksson stýrði Skagamönnum í síðustu umferðum Pepsi-deildarinnar síðasta sumar en fékk ekki að halda áfram með liðið. Hann mun einnig gegna starfi yfirþjálfar yngri flokka og vera yfir afreksstarfi félagsins.

Brynjar Björn Gunnarsson og Davíð Snorri Jónasson voru aðstoðarmenn Rúnars síðasta sumar. Brynjar tók við HK og Davíð Snorri er sagður vera á leið til starfa hjá KSÍ þar sem hann mun þjálfa U-17 ára lið karla.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.