Innlent

250 manns í jólamat Hjálpræðishersins í Ráðhúsinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Rætt var við Hjördísi Kristinsdóttur í beinni útsendingu í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag.
Rætt var við Hjördísi Kristinsdóttur í beinni útsendingu í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag.
Búist er við 250 manns í jólamat Hjálpræðishersins sem fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld.

 

Af þessum 250 manns eru 80 sjálfboðaliðar sem bjóða fram aðstoð sína og eru á þrískiptum vöktum, að sögn Hjördísar Kristinsdóttur, foringja hjá Hjálpræðishernum, en rætt var við hana í beinni útsendingu í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag.  

„Við ætlum að opna húsið klukkan hálffjögur og klukkan fjögur hefst jóladansleikur. Svo fá allir jólapakka og síðan höfum við hátíðarkvöldverð klukkan sex,“ segir Hjördís.

Aðspurð hverjir það séu sem komi í jólamat Hjálpræðishersins segir hún það fólk sem hafi ekki neinn annan til að eyða jólunum með. Það sé alls konar fólk sem komi í matinn.

 

Fjöldinn í ár, 250 manns, er svipaður og verið hefur undanfarin tvö ár en Hjálpræðisherinn byrjaði fyrst að bjóða í jólamat á aðfangadagskvöld um miðja síðustu öld.


Tengdar fréttir

Tólf til fimmtán þúsund manns í Kringluna á aðfangadag

Tólf til fimmtán þúsund manns fara í Kringluna á aðfangadag til að klára jólainnkaupin. Kaupmaður sem hefur staðið vaktina í áratugi segir jólin ekki koma án þess að vera bakvið búðarborðið og að stemningin á aðfangadag sé alveg einstök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×