Erlent

Flug­elda­sýningin víkur fyrir leysi­geisla­sýningu

Atli Ísleifsson skrifar
Borgarbúar í Lidköping mega eiga von á miklu sjónarspili á gamlárskvöldi.
Borgarbúar í Lidköping mega eiga von á miklu sjónarspili á gamlárskvöldi. lidköpings kommun
Yfirvöld í sænsku borginni Lidköping hafa ákveðið að bregða út af vananum og sleppa flugeldasýningunni á gamlárskvöldi. Þess í stað verður borgarbúum og gestum boðið upp á leysigeislasýningu.

Skaðsemi flugelda, bæði fyrir umhverfi og dýr, hefur lengi verið í umræðunni í Svíþjóð og hafa borgaryfirvöld í Lidköping nú ákveðið að stíga það skref að hætta við árlega flugeldasýningu borgarinnar á Nya Stadens torgi.

Helene Wellner, yfirmaður menningarmála hjá borginni, segir að margir sem vilja halda í hefðirnar hafi lýst yfir efasemdum vegna málsins, en að flestir séu þó jákvæðir.

Í frétt SVT segir að flugeldasýningin á síðasta ári hafi kostað 150 þúsund sænskar krónur, um tvær milljónir íslenskar, en að áætlaður kostnaður leysigeislasýningarinnar verði um 200 þúsund sænskar krónur. Sýningin verði þó endurtekin á nýársdag.

Borgin Boden í Svíþjóð hyggst gera líkt og Lidköping og taka upp leysigeislasýningu á gamlárskvöldi í stað flugeldasýningar.


Tengdar fréttir

Hefja flugeldasölu á 130 stöðum á morgun

Flugeldasala björgunarsveitanna hefst á morgun, 28. desember. Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg segir að flugeldar verði seldir á um 130 sölustöðum um land allt og að á sjöunda þúsund sjálfboðaliðar björgunarsveitanna komi að sölunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×