Íslenski boltinn

Stuðningsmenn KA fá annan síðbúinn jólapakka

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cristian Martínez lék í þrjú ár með Víkingi Ó.
Cristian Martínez lék í þrjú ár með Víkingi Ó. vísir/andri marinó

Spænski markvörðurinn Cristian Martínez Liberato hefur skrifað undir tveggja ára samning við KA.

Martínez hefur spilað með Víkingi Ó. undanfarin þrjú ár. Hann var besti leikmaður liðsins í Pepsi-deildinni 2016 og 2017.

Martínez, sem er 28 ára, lék alls 66 deildar- og bikarleiki með Víkingi.

Spánverjinn kemur til KA seinni partinn í janúar.

Martínez er þriðji leikmaðurinn sem KA fær eftir að síðasta tímabili lauk. Hinir eru Hallgrímur Jónasson og Sæþór Olgeirsson.


Tengdar fréttir

Hallgrímur kominn í KA

Hallgrímur Jónasson er genginn til liðs við KA, en hann skrifaði undir samning á Akureyri í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.