Íslenski boltinn

Arnór Gauti orðinn Bliki á ný

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnór í leik með ÍBV gegn Blikum á síðasta tímabili
Arnór í leik með ÍBV gegn Blikum á síðasta tímabili vísir/eyþór

Framherjinn Arnór Gauti Ragnarsson er genginn aftur í raðir Breiðabliks. Félagið greindi frá þessu á Twitter í dag.

Arnór er uppalinn hjá Aftureldingu en hann spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki fyrir Breiðablik sumarið 2015.

Hann var á lánið hjá Selfossi sumarið 2016 en gekk til liðs við Eyjamenn síðasta sumar.

Arnór kom við sögu í 20 leikjum ÍBV í Pepsi deildinni í sumar og skoraði í þeim 3 mörk. Hann skoraði til viðbótar tvö mörk í 4 bikarleikjum, en hann varð bikarmeistari með félaginu í sumar.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.