Enski boltinn

Jóhann Berg með 7,47 í meðaleinkunn í síðustu sjö leikjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhann Berg hefur lagt upp fimm mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Jóhann Berg hefur lagt upp fimm mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson hefur spilað vel fyrir Burnley upp á síðkastið. Hann lagði m.a. upp eina mark leiksins þegar Burnley vann Watford um helgina.

Landsliðsmaðurinn hefur byrjað og klárað síðustu sjö leiki Burnley í ensku úrvalsdeildinni.

Í þessum sjö leikjum hefur Jóhann Berg lagt upp fjögur mörk. Í heildina er hann kominn með fimm stoðsendingar. Aðeins David, Kevin De Bruyne, Leroy Sané og Aaron Ramsey hafa lagt upp fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Eins og áður sagði hefur frammistaða Jóhanns Berg að undanförnu verið mjög góð.

Í síðustu sjö leikjum er hann með 7,47 í meðaleinkunn hjá tölfræðisíðunni WhoScored.com. Þar er leikmönnum gefin einkunn fyrir hversu hátt þeir skora í hinum ýmsu tölfræðiþáttum.

Hæsta einkunn Jóhanns Berg í þessum sjö leikjum er 7,87 sem hann fékk fyrir frammistöðu sína í 0-1 tapi fyrir Arsenal. Lægsta einkunnin er 7,11 sem hann fékk í 0-1 sigri á Southampton. Í þeim leik lagði Jóhann Berg þó upp sigurmark Burnley.

Í heildina er Jóhann Berg með 6,97 í meðaleinkunn hjá WhoScored fyrir frammistöðu sína á tímabilinu.

Burnley hefur komið liða mest á óvart í vetur og situr í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.


Tengdar fréttir

Fimmta stoðsending Jóhanns Berg

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley hafa komið mikið á óvart í vetur og þeir unnu sterkan sigur þegar Watford kom í heimsókn, en gestirnir hafa líka verið að gera meira en flestir bjuggust við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×