Körfubolti

Kobe Bryant peppaði Ernina

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Kobe fer ekki leynt með það að hann er mikill stuðningsmaður Philadelphia Eagles.
Kobe fer ekki leynt með það að hann er mikill stuðningsmaður Philadelphia Eagles. Vísir/Getty
Kobe Bryant, einn besti leikmaður í sögu NBA deildarinnar, hélt í gær peppræðu fyrir leikmenn Philadelphia Eagles, sem mæta Los Angeles Rams í NFL deildinni á morgun. 

Philadelphia Eagles æfa nú á velli hafnaboltaliðsins Los Angeles Angels fyrir leikinn gegn Rams, stuttu frá heimili Kobe Bryant.

Kobe Bryant, sem vann NBA deildina fimm sinnum með Los Angeles Lakers, er fæddur í Philadelpha og hefur haldið með Eagles liðinu frá unga aldri. 

Kobe segist verða það stressaður þegar hann horfir á Eagles leiki að hann þori ekki að hreyfa sig ef liðið er að vinna en sé liðið að tapa skipti hann um sæti þangað til betur gangi. Þá þori hann varla að tala um gott gengi liðsins á þessu ári því hann sé hræddur um að „jinxa“ liðið.

Aðspurður hver skilaboð hans voru til leikmanna Eagles var svarið einfalt. Eagles leikmennirnir mættu ekki láta velgengnina á þessu tímabili stíga sér til höfuðs. 

„Þetta snýst allt um smáatriðin, það má aldrei gleyma því. Það verður mikið „hype“ og mikið tal um að liðið eigi að vinna ofurskálina (Super Bowl), en þeir mega ekki láta slíkt tal stíga sér til höfuðs.“  

Þá gat Kobe ekki leynt ánægju sinni með það að hafa fengið að hitta leikmenn liðsins. 

„Ég er í skýjunum að hafa fengið að hitta liðið. Að labba inn í herbergið og sjá flotta græna Eagles litinn, ekki þennan ljóta Boston Celtics græna, var frábær tilfinning.“  

Stórleikur Los Angeles Rams (9-3) og Philadelphia Eagles (10-2) verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun, frá kl 21:25.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×