Íslenski boltinn

Almarr í Grafarvoginn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Almarr þarf ekki að venjast nýju litaþema þó hann flytji á milli landshluta
Almarr þarf ekki að venjast nýju litaþema þó hann flytji á milli landshluta mynd/fjölnir
Almarr Ormarsson hefur gengið til liðs við Pepsi-deildar lið Fjölnis. Þetta staðfestir félagið á Twitter síðu sinni í dag.

Almarr kemur frá KA á Akureyri, en hann er uppalinn hjá félaginu. Hann lék 20 leiki með KA í Pepsi deildinni í sumar og skoraði í þeim þrjú mörk.

Hann hefur einnig spilað fyrir Fram og KR og orðið bikarmeistari með báðum félögum.

Fjölnir endaði í tíunda sæti Pepsi deildarinnar í haust, eftir að hafa verið í fallbaráttunni bróðurpart sumarsins.

Almarr er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við Grafarvogsliðið fyrir komandi tímabil, en Sigurpáll Melberg Pálsson er kominn frá Fram.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×