Golf

Ólafía Þórunn á góðgerðamóti á Flórída | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er alltaf tilbúin að slá á létta strengi til að búa til skemmtileg móment.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er alltaf tilbúin að slá á létta strengi til að búa til skemmtileg móment. Mynd/Instagram/olafiakri
Íslenski atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppti á síðasta LPGA-golfmóti tímabilsins í Bandaríkjunum um helgina en hún gaf sér tíma til að spila á Góðgerðamóti vinkonu sinnar áður en hún fór aftur heim til Íslands.

Sandra Gal er vinkona Ólafíu en þær keppa báðar á bandarísku mótaröðinni. Þær ná vel saman og hafa oft tekið upp á skemmtilegum hlutum á samfélagsmiðlum sínum.

Í ágúst hélt Ólafía Þórunn ásamt KPMG góðgerðargolfmót til styrktar Barnaspítala Hringsins á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Mótið gekk það vel að Ólafía náð að safna fjórum milljónum króna.

Sandra Gal kom til Íslands og tók þátt í mótinu og Ólafía Þórunn launaði Söndru Gal greiðann í gær og tók þátt í góðgerðamóti Söndru, Sandra Gal Charity Challenge,  sem fram fór hjá Concession golfklúbbnum á Flórída.

Það var greinilega afslappað og skemmtilegt andrúmsloft og höfðu Ólafía og aðrir keppendur mjög gaman af því að eyða deginum saman fyrir gott málefni.





Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir frá mótinu þar sem okkar kona er að sjálfsögðu á sínum stað.









 
@thesandragal @acer @voafla #sgcharity

A post shared by Vicky Hurst (@vickyhurst) on Nov 20, 2017 at 8:56am PST







 
Awesome day here at #concessiongolfclub playing in the #SGCharity @acer @voaflorida

A post shared by Jessica Korda (@thejessicakorda) on Nov 20, 2017 at 8:43am PST






Fleiri fréttir

Sjá meira


×