Enski boltinn

Lukaku sleppur við steininn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Romelu Lukaku fagnar marki í vetur.
Romelu Lukaku fagnar marki í vetur. Vísir/Getty
Romelu Lukaku slapp við fangelsisdóm í Bandaríkjunum, en hann var handtekinn þar í landi í sumar.

Í júlí var Lukaku ákærður vegna hávaðakvartana sem bárust lögreglunni í Los Angeles þegar Lukaku var í fríi þar í borg.

Sjá einnig:Lukaku handtekinn í Los Angeles

Belginn þarf að borga 340 pund í lögreglukostnað ásamt því sem hann þarf að borga 76 pund í sekt fyrir hávaðaröskun.

Málið heldur áfram meðferð fyrir dómstólum í Los Angeles þann 18. desember.

Viku eftir að Lukaku var handtekinn var hann keyptur frá Everton til Manchester United. Hann hefur skorað 12 mörk í öllum keppnum fyrir United það sem af er tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×