Viðskipti innlent

Samdráttur í hagnaði Eimskips

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Hagnaður Eimskips dregst saman á þriðja ársfjórðungi milli ára.
Hagnaður Eimskips dregst saman á þriðja ársfjórðungi milli ára.
Hagnaður Eimskipafélags Íslands dregst saman á þriðja fjórðungi á milli ára. Þetta kemur fram í uppgjöri sem fyrirtækið birti í gær vegna þriðja ársfjórðungs.

Hagnaðurinn í ár nemur 8,8 milljónum evra, nánar tiltekið um 1.074 milljónir íslenskra króna. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 9,4 milljónum evra, sem gera um 1.147 milljónir króna. Hagnaðurinn dregst því saman sem um nemur 5,8 prósentum.

EBITDA nam 19,3 milljónum evra, um 2,3 milljarða króna samkvæmt gengi dagsins, og hækkar um 1,5 milljónir frá því á sama tíma í fyrra, eða 8,6 prósentustig. Niðurstaða EBITDA framlegðar er í samræmi við væntingar, segir Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips.

Rekstrartekjur félagsins námu 177 milljónum evra, rúmlega 21,6 milljarði króna og hækka þær um 32 prósent milli ára einkum vegna nýrra félaga í samstæðunni, aukins flutningsmagns og hærra verðs á flutningamarkaði.

Eiginfjárhlutfall var 54,5 prósent og nettóskuldir námu 88,4 milljónum evra í lok september, andvirði um 10,8 milljarða íslenskra króna.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×