Erlent

„Vanþakkláta fífl“ Trump segir LaVar Ball vera ódýra útgáfu af Don King

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist reiður.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist reiður. Vísir/Getty
„Það var ekki Hvíta húsið, það var ekki Utanríkisráðuneytið, það var ekki svokallað fólk LaVar í Kína sem kom syni hans frá langri fangelsisvist. ÞAÐ VAR ÉG. Ekki nógu gott. LaVar er útgáfa fátæks manns af Don King, bara án hársins,“ skrifaði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á Twitter nú í morgun.

Þar er forsetinn að halda rifrildi sínu við LaVar Ball, föður eins af þremur háskólanemendum sem Trump mun hafa komið til aðstoðar eftir að þeir voru handteknir fyrir að stela sólgleraugum úr Louis Vuitton verslun í Kína.

LaVar hefur dregið í efa að Trump hafi nokkuð komið að því að syni hans og hinum nemendunum tveimur hafi verið sleppt frá Kína og hefur það farið verulega í taugarnar á forsetanum.

Sjá einnig: „Ég hefði átt að skilja þá eftir í fangelsi“

Trump bætti við öðru tísti og beindi því beint til LaVar Ball.

„Hugsa þú út í það LaVar að þú hefði getað varið næstu fimm til tíu þakkargjörðarhátíðum með syni þínum í Kína með engan NBA samning til að halda þér uppi. Mundu Lavar að búðahnupl er EKKI smávægilegt. Það er í rauninni mjög alvarlegt og þá sérstaklega í Kína. Vanþakkláta fífl!“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×