Enski boltinn

Jóhann Helgi leysir Andra Rúnar af í Grindavík

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jóhann Helgi Hannesson snýr aftur í Pepsi-deildina og í gult.
Jóhann Helgi Hannesson snýr aftur í Pepsi-deildina og í gult. mynd/grindavík
Jóhann Helgi Hannesson, leikmaður Þórs í Inkasso-deildinni í fótbolta, er genginn í raðir Grindavíkur og spilar með liðinu í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Grindjánum en Jóhann Helgi skrifaði undir tveggja ára samning við Suðurnesjaliðið sem átti frábæra endurkomu í deild þeirra bestu í sumar.

Jóhann Helgi er uppalinn hjá Þór og hefur spilað með liðinu allan sinn feril. Hann á að baki 207 leiki í deild og bikar með Þórsurum í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins en í þeim skoraði hann 61 mark.

Þessi mikli harðjaxl spilaði síðast í Pepsi-deildinni með Þór árið 2014 og skoraði þá sjö mörk í fjórtán leikjum.

Það er ekkert smá skarð sem Jóhanni er ætlað að fylla en Grindavík missti markahæsta mann Íslandsmótsins, Andra Rúnar Bjarnason, í atvinnumennsku, fyrr í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×