Lífið

567 litaprentarar í aðalhlutverki í nýjasta myndbandi OK Go

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alltaf jafn miklir snillingar.
Alltaf jafn miklir snillingar.
Nýtt tónlistarmynd hljómsveitarinnar Ok Go var opinberað á YouTube í vikunni. Hljómsveitin er víðfræg fyrir flókin og hugmyndarík tónlistarmyndbönd - en þetta nýjasta myndband hefur vakið athygli.

Myndbandið er við lagið Obsession og er það hið glæsilegasta. Í myndbandinu standa meðlimir sveitarinnar inni í myndveri með 567 prentara fyrir aftan sig.

Litríkur pappír rennur út úr umræddum prenturum og er það klippt saman á fallegan máta. Hér að neðan má sjá þetta magnaða myndband.


Tengdar fréttir

Nýjasta myndband OK Go skilur fólk eftir agndofa

Nýtt tónlistarmynd hljómsveitarinnar Ok Go var opinberað á YouTube fyrir tveimur dögum og er það við lagið The One Moment sem má finna á plötunni Hungry Ghosts.

Nýtt tónlistarmyndband Ok Go vekur athygli

Nýtt tónlistarmynd hljómsveitarinnar Ok Go var opinberað á Super Bowl um síðustu helgi. Tónlistarmyndbandið var framleitt af Chevrolet og var hugsað sem auglýsing fyrir nýja línu af smábílum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×