Formúla 1

Vettel og Hamilton fljótastir á föstudegi í Abú Dabí

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Sebastian Vettel í ferð undir ljósunum í Abú Dabí.
Sebastian Vettel í ferð undir ljósunum í Abú Dabí. Vísir/Getty
Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Abú Dabí kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes, sem er orðinn heimsmeistari í ár var fljótastur á seinni æfingu dagsins.

Fyrri æfingin

Hamilton varð annar á æfingunni, einungis 0,120 sekúndum á eftir Vettel. Max Verstappen á Red Bull varð þriðji og Kimi Raikkonen á Ferrari var fjórði.

Romain Grosjean á Haas sneri bíl sínum í beygju 19. Hann straukst utan í varnarvegg en slapp með skrekkinn. Nico Hulkenberg og Antonio Giovinazzi náðu báðir að snúa bíl sínum á æfingunni.

Lewis Hamilton á brautinni í Abú Dabí.Vísir/Getty
Seinni æfingin

Hamilton var 0,149 sekúndum fljótari en Vettel á seinni æfingunni. Daniel Ricciardo á Red Bull var þriðji með um það bil sama mun í Vettel og varð á milli Hamilton og Vettel.

Rafmagnsvandamál gerði vart við sig í Haas bíl Grosjean. Hann náði einungis að aka 12 hringi á æfingunni. Hann ók skemmst allra á æfingunni en sá sem lengst fór náði 43 hringjum.

Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 12:50 á morgun á Stöð 2 Sport 2. Bein útsending frá keppnninni, sem er sú síðasta á tímabilinu hefst klukkan 12:30 á sunnudag, á Stöð 2 Sport 2.


Tengdar fréttir

Felipe Massa væntir tilfinningaríkrar keppni í Abú Dabí

Felipe Massa, ökumaður Williams liðsins býst við að keppnin í Abú Dabí um komandi helgi verði tilfinningaþrungin. Keppnin verður bæði síðasta keppni tímabilsins og síðasta keppni brasilíska ökumannsins í Formúlu 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×