Erlent

Forsætisráðherra Spánar samþykkir að svipta Katalóníu sjálfsstjórn

Anton Egilsson skrifar
Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar hefur virkað 155. grein spænsku stjórnarskrárinnar. Er það í fyrsta skipti sem ákvæðinu er beitt.
Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar hefur virkað 155. grein spænsku stjórnarskrárinnar. Er það í fyrsta skipti sem ákvæðinu er beitt. Vísir/AFP
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur samþykkt að virkja 155. grein spænsku stjórnarskrárinnar og svipta Katalóníu sjálfsstjórn sinni. Er þetta í fyrsta skipti sem þessu ákvæði spænsku stjórnarskrárinnar er beitt. BBC greinir frá þessu.

Ríkisstjórn Spánar fundaði um málefni Katalóníu í Madríd í dag þar sem ákvörðunin um svipta héraðið sjálfstjórnarréttindum sínum var tekin. Rajoy forsætisráðherra Spánar hefur margítrekað hótað því að virkja 155. grein spænsku stjórnarskrárinnar ef að kröfum ríkisstjórnarinnar um að héraðið dregði sjálfsstæðisyfirlýsingu sína til baka yrði ekki mætt. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu neitaði síðast í gær að verða við óskum ríkisstjórnarinnar.

Togstreitan á milli Spánverja og Katalóna hefur magnast dag frá degi allt frá því katalónska þingið samþykkti að kosið yrði um sjálfstæði héraðsins þann 1. október síðastliðinn. Spánverjar lýstu kosningarnar ólöglegar og sendu lögreglu á svæðið til þess að gera kjörgögn upptæk. Átök við lögreglu á kjördag skiluðu hundruðum Katalóna á sjúkrahús. Alls kusu níutíu prósent þátttakenda með sjálfstæði héraðsins en kjörsóknin var um fjörutíu prósent.


Tengdar fréttir

Katalónar missa stjórn á sér

Katalónía mun að öllu óbreyttu missa öll sjálfsstjórnarréttindi sín eða hluta þeirra. Til stendur að ferlið hefjist formlega á morgun. Ekki er ljóst hvað mun breytast í stjórnarfari Katalóníu.

Ætla að svipta Katalóníu sjálfsstjórn

Carles Puigdemont, leiðtogi Katalóníu, heldur kröfu sinni um viðræður við stjórnvöld í Madríd um sjálfstæði héraðsins til streitu.

Íbúar Katalóníu vita ekki hvað tekur við

Óvissuástand ríkir í Katalóníu eftir að spænska ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að héraðið yrði svipt sjálfsstjórn. Þetta segir Óttar M. Norðfjörð, íslenskur rithöfundur sem búsettur er í Barcelona. Hann segir deilurnar um sjálfstæði hafa rekið fleyg í samband fjölskyldna í Katalóníu og hópar ungmenna sláist með katalónska og spænska fána á bakinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×