Enski boltinn

Mourinho hundóánægður: Áttum ekkert skilið úr þessum leik

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mourinho gengur niðurlútur af velli í dag á meðan þjálfarateymi Huddersfield fagnar.
Mourinho gengur niðurlútur af velli í dag á meðan þjálfarateymi Huddersfield fagnar. Vísir/getty
„Betra liðið vann í dag, það er ekkert flókið. Ég get ekki gert annað en að hrósa Huddersfield, þeir mættu betur stemmdir og vildu stigin meira en við í dag,“ sagði Jose Mouriho, knattspyrnustjóri Manchester United, hreinskilinn eftir óvænt tap gegn Huddersfield í enska boltanum í dag.

„Það var ljóst frá fyrstu mínútu að annað liðið var tilbúið að selja sig dýrt og að hitt hafði engan áhuga á að berjast fyrir stigum. Þeir tóku aðeins við sér eftir hálfleik en spilamennskan í dag var áfall sem ég þarf að rýna vel í.“

Sjá einnig:Nýliðarnir unnu United



Sá portúgalski var ekkert að sjá margt jákvætt í leiknum.

„Eftir svona leiki þá ertu áhyggjufullur en ég vill ekki gagnrýna leikmenn mína í fjölmiðlum. Vonandi læra strákarnir af þessu og nýta sér vonbrigðin eftir leik á réttan hátt í næstu leikjum,“ sagði hann og bætti við:  

„Þetta var stór stund fyrir Huddersfield og ég hefði í hreinskilni verið ósáttur með viðhorf leikmanna minna í dag þótt að þetta hefði verið æfingarleikur. Þegar spilamennskan og hugarfarið er svona eykst áhættan á mistökum.“

Hann vildi ekki kenna þreytu um tapið eftir að hafa leikið í Portúgal á miðvikudaginn.

„Ég átti ekki von á þessu, við getum ekki skýlt okkur á bak við þreytu vegna leiksins í Meistaradeildinni þar sem við eigum að vera vanir þessu. Spilamennskan varð skárri eftir því sem leið á leikinn og með smá heppni gátum við stolið stigi hér en við áttum bara skilið að fara héðan stigalausir. “


Tengdar fréttir

Nýliðarnir unnu United

Manchester United tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar liðið heimsótti nýliða Huddersfield Town í ensku úrvalsdeildinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×