Innlent

Facebook-hakkari herjar á Íslendinga

Helga María Guðmundsdóttir skrifar
Íslendingar á Facebook hafa orðið fyrir barðinu á tölvuhakkara sem hefur náð aðgangsstjórn á reikningum. Sérfræðingur í upplýsingaöryggi mælir með því að fólk noti aldrei sama lykilorð inn á Facebook og inn á tölvupóstinn.

Árásin kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti og virðist ekki hafa neinn tilgang. Guðlaugur G. Eyþórsson, sérfræðingur hjá Nýherja, segir það auðveldara að koma í veg fyrir árásir af þessu tagi en að bregðast við þeim eftir að þær hafa verið gerðar.

„Í þessum málum er engin töfralausn en við getum sett upp tveggja þátt auðkenningu eins og við könnumst við í bönkunum þannig að þú fáir sms eða kóða úr forriti til að skrá inn um leið og þú skráir þig inn á tölvu sem þú hefur aldrei notað áður“

Guðlaugur segir Facebook bjóða upp á þann möguleika að fá gögnin til baka en það geti verið tímafrekt og fer eftir mikilvægi upplýsinganna hvort að fólk leggi það á sig.

Ítarlegra viðtal við Guðlaug má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×