Viðskipti innlent

Móðurfélag Toyota á Íslandi kaupir meirihluta í Kraftvélum

Hörður Ægisson skrifar
Höfuðstöðvar Kraftvéla eru við Dalveg í Kópavogi en auk þess eru 7 þjónustuaðilar víða um land.
Höfuðstöðvar Kraftvéla eru við Dalveg í Kópavogi en auk þess eru 7 þjónustuaðilar víða um land.
Gengið hefur verið frá kaupum UK fjárfestinga ehf., sem er móðurfélag Toyota á Íslandi, á 85 prósenta hlut í Kraftvélum og Kraftvélaleigunni. Kraftvélar eru þar með orðnar systurfélag Toyota á Íslandi og Toyota Kauptúni.

Þetta kemur fram í tilkynningu. Rafhlutir ehf., félag feðganna Ævars Björns Þorsteinssonar, forstjóra Kraftvéla, og Viktors Karls Ævarssonar, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs, mun eftir söluna eiga 15 prósenta hlut í Kraftvélum og Kraftvélaleigunni.

Kraftvélar selja vinnuvélar fyrir byggingaiðnað, vegagerð, vörumeðhöndlun og landbúnað, meðal annars gröfur frá Komatsu og lyftara frá Toyota. Umsvif fyrirtækisins hafa vaxið í takt við auknar framkvæmdir í landinu á undanförnum misserum. Þannig óx heildarmarkaður fyrir vinnuvélar um 44 prósent á fyrstu 9 mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×