Enski boltinn

Gylfi fær falleinkun

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leik Everton og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Everton tapaði 2-5 og situr í fallsæti. Gylfi náði sér ekki á strik í leiknum í gær, ekki frekar en aðrir leikmenn Everton.
Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leik Everton og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Everton tapaði 2-5 og situr í fallsæti. Gylfi náði sér ekki á strik í leiknum í gær, ekki frekar en aðrir leikmenn Everton. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson fær falleinkun frá Daily Mail fyrir frammistöðu sína hjá Everton það sem af er tímabilinu.

Ronald Koeman eyddi 135 milljónum punda í leikmannakaup í sumar, en eftir níu umferðir er liðið í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni og fyrir það var Koeman rekinn úr starfi fyrr í dag.

Gylfi var keyptur til Everton frá Swansea fyrir metfjár, 45 milljónir punda.

Í umsögn Daily Mail um sumarkaup Koeman segir að Gylfi hafi byrjað mjög illa hjá Everton og svipi til þess þegar hann reyndi síðast fyrir sér hjá toppliði, hjá Tottenham árið 2012.

„Hann virðist vanta sjáflfstraust og trú á sjálfan sig, sem er ótrúlegt miðað við frábært tímabil síðasta vetur,“ segir í greininni.

Gylfi Þór fær 4 af 10 mögulegum í einkunn.

Wayne Rooney fær 7 eins og Nikola vlasic, Jordan Pickford 6 og Michael Keane 5. Sandro Ramirez fékk 4 í einkunn, líkt og Gylfi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×