Viðskipti innlent

Andað ofan í hálsmál Costco

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Costco dælir út ódýrara eldsneyti en Dælan sækir á.
Costco dælir út ódýrara eldsneyti en Dælan sækir á. Vísir/Ernir

Verð á eldsneytislítranum hjá Costco hefur hækkað á undanförnum vikum en á sama tíma hefur nýr keppinautur sótt verulega á svo nú munar aðeins nokkrum krónum á lítranum. Nú er svo komið að aðeins munar 5,9 krónum á lítranum af 95 oktana bensíni hjá Dælunni og Costco og aðeins 4 krónum á dísillítranum.

N1 opnaði þrjár sjálfsafgreiðslustöðvar undir nafninu Dælan í lok maí í fyrra við Fellsmúla, Smáralind og Staldrið. Þar hefur lítraverðið verið lægra en hjá N1. Í gær kostaði bensínlítrinn 177,8 kr. hjá Dælunni en 171,9 hjá Costco. Dísillítrinn var á sama tíma á 167,9 kr. hjá Dælunni en 163,9 hjá Costco.

Þegar Costco hóf innreið sína á eldsneytismarkaðinn í sumar ætlaði allt um koll að keyra enda gat fyrirtækið boðið umtalsvert lægra verð en íslensku olíufélögin. Hefur þar munað ríflega 30 krónum á lítranum í mörgum tilfellum.

Þann 18. ágúst síðastliðinn kostaði bensínlítrinn í Costco 167,9 krónur og hefur því hækkað um 4 krónur síðan þá. Dísilolían hefur á sama tíma hækkað um 5 krónur.

Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta minnsti munur á lítraverði sem verið hefur hjá íslensku olíufélagi og Costco frá því erlendi risinn opnaði stöð sína í maí síðastliðnum. Costco hefur því gefið eftir en innlendir keppinautar sótt á. Hvort tímabært sé að tala um verðstríð verður þó að koma í ljós. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
0,13
5
93.108
VIS
0
3
9.252
ORIGO
0
1
5.125
SJOVA
0
6
57.051
TM
0
1
15.150

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-2,06
5
38.300
SIMINN
-1,84
5
90.353
N1
-1,65
6
126.050
REITIR
-1,52
3
54.714
SYN
-1,42
5
94.490
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.