Fótbolti

Einn nýliði í landsliðshópi Freys

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Selma Sól er nýliðinn í landsliðinu. Hún er hér í leik með Blikum í sumar.
Selma Sól er nýliðinn í landsliðinu. Hún er hér í leik með Blikum í sumar. vísir/ernir

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi í næstu leikjum liðsins í undankeppni HM 2019 á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ.

Blikastúlkan Selma Sól Magnúsdóttir er eini nýliðinn í hópnum að þessu sinni. Annars eru þetta þekktar stærðir.

Ísland mætir Þýskalandi í Wiesbaden 20. október og Tékklandi í Znojmo fjórum dögum síðar. Þýskaland er eitt besta lið heims en Tékkar eru 16 sætum fyrir neðan Ísland á heimslistanum.

Þýskaland er með sex stig eftir tvo leiki og markatöluna 7-0 en Tékkar eru með þrjú stig eftir tvo leiki. Tékkar unnu Færeyinga, 8-0, eins og Ísland og töpuðu aðeins 1-0 á heimavelli fyrir stórliði Þýskalands.

Stelpurnar okkar eru með þrjú stig eftir einn leik en þær byrjuðu undankeppnina á 8-0 sigri á Færeyingum.

Hópurinn:

Markverðir:
Guðbjörg Gunnarsdóttir (Djurgården)
Sandra Sigurðardóttir (Valur)
Sonný Lára Þráinsdóttir, (Breiðablik)

Varnarmenn:
Anna Björk Kristjánsdóttir (LB07)
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Glódís Perla Viggósdóttir (Rosengård)
Hallbera Guðný Gísladóttir (Djurgården)
Sif Atladóttir (Kristianstad)
Ingibjörg Sigurðardóttir (Breiðablik)

Miðjumenn:
Sara Björk Gunnarsdóttir (Wolfsburg)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Vålerenga)
Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV)
Dagný Brynjarsdóttir (Portland Thorns)
Sandra María Jessen (Þór/KA)
Selma Sól Magnúsdóttir, (Breiðablik)

Sóknarmenn:
Fanndís Friðriksdóttir (Marseille)
Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Verona)
Elín Metta Jensen (Valur)
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.