Fótbolti

Fjórtán mánaða bann fyrir að slá fyrrverandi landsliðsþjálfara

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Constantin fær hér fylgd af vellinum eftir að hafa lamið landsliðsþjálfarann fyrrverandi.
Constantin fær hér fylgd af vellinum eftir að hafa lamið landsliðsþjálfarann fyrrverandi. vísir/epa

Forseti svissneska félagsins Sion, Christian Constantin, er kominn í fjórtán mánaða bann frá boltanum þar í landi eftir að hann sló Rolf Fringer, fyrrum landsliðsþjálfara Sviss.

Atvikið átti sér stað eftir 2-1 sigur Sion á Lugano í lok september. Constantin var líka sektaður um tæpar 11 milljónir króna fyrir hegðun sína.

Fringer segir að Constantin hafi slegið sig nokkrum sinnum. Aðeins eitt högg náðist á myndbandi. Ekki er vitað nákvæmlega hvað það var sem gerði forsetann svona brjálaðan.

Constantin getur áfrýjað þessum úrskurði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.