Fótbolti

Stjórnarformaður PSG undir smásjá svissneskra yfirvalda

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Al-Khelaifi ásamt Mbappé er hann kom til PSG á dögunum.
Al-Khelaifi ásamt Mbappé er hann kom til PSG á dögunum. vísir/getty

Svissneska saksóknaraembættið hefur hafið rannsókn á meintum glæpum Nasser Al-Khelaifi, stjórnarformanni franska liðsins PSG.

Rannsóknin á Al-Khelaifi tengist rannsókn svissneska saksóknarans á fyrrum framkvæmdastjóra FIFA, Jerome Valcke, en hann er í rannsókn út af sölu á sjónvarpsréttinum á HM til BeInSports en þar er Al-Khelaifi einnig yfirmaður.

Grunur leikur á að Valcke hafi þegið mútur til þess að gefa BeInSports réttinn.

Þessi rannsókn á sölu á sjónvarpsréttinum hefur teygt anga sína víða og er langt í að sjái fyrir endann á þessu máli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.