Lífið

„Hlustið, ógeð Hollywood, við vitum hverjir þið eruð“

Samúel Karl Ólason skrifar
Samantha Bee sagði konur hættar að sætta sig við áreiti.
Samantha Bee sagði konur hættar að sætta sig við áreiti.

Samantha Bee fór hörðum höndum um Harvey Weinstein og aðra í þætti sínum Full Frontal í gærkvöldi þegar hún fór yfir ásakanirnar gegn honum. Meðal annars kallaði hún hann „hvítan Cosby“ og gerði lítið úr yfirlýsingum hans vegna málsins. Hann hefur verið sakaður um gífurlegan fjölda kynferðisbrota af fjölda kvenna.

Meðal þess sem Weinstein sagði var að hann hefði alist upp á sjöunda og áttunda áratugunum og þá hefði viðhorf til kvenna verið allt annað en það er í dag.

Bee sagði einnig að flestar konur könnuðust við kynferðislegt áreiti og að það væri alls staðar.

„Við reyndum að finna einn stað þar sem konur væru öruggar svo við gúggluðum kynferðislegt áreiti og suðurskautslandið. Við fundum þessa grein frá því fyrir fimm fjandans dögum,“ sagði Bee.

Greinin sem hún vísar til fjallar um að tvær konur sem voru við nám í Háskóla Boston hafa sakað prófessor þeirra um að áreita þær kynferðislega á Suðurskautslandinu á um tveggja áratuga tímabil. Aðrar konur hafa stigið fram og sagt hann hafa brotið gegn sér.

„Þú getur ekki einu sinni farið á afskektasta stað plánetunnar án þess að einhver gaur sveifli köldu og samankrepptu typpi í áttina að þér.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.